DAGSKRÁ 4. umferðar Íslandsmóts í torfæru 2020
Kvartmíluklúbburinn heldur KFC torfæruna - 4. umferð Íslandsmóts í torfæru 2020 á torfærusvæði klúbbsins (Ingólfsfelli) í Kapelluhrauni þann 3. október 2020.
Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, reglum AKÍS og sérreglum keppninnar.
Keppt verður í eftirfarandi flokkum ökutækja með frávikum skilgreindum í sérreglum keppninnar:
Sérútbúnir bílar
Sérútbúnir götubílar
Götubílar
Ekki er ræst í riðlum í þessari keppni.
Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
Veittir verða verðlaunagripir fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum flokkum skv. lokaúrslitum.
Dagskrá keppninnar verður sem hér segir:
Mæting keppenda kl. 7:30
Skoðun hefst kl. 7:30
Pittur lokar kl. 9:00
Skoðun lýkur kl 10:00
Keppendafundur og brautarskoðun kl. 10:00
Keppni hefst kl. 11:00
Lokaúrslit birt kl. 17:00
KK
Viðburðarstjóri: Baldvin Hansson
Öryggisfulltrúi: Aðalsteinn Símonarson
Skoðunarmaður: Kjartan Viðarsson
Formaður dómnefndar: Tryggvi Magnús Þórðarson
Dómnefnd 1: Indriði Þorkelsson
Dómnefnd 2: Ragnar Róbertsson
3. október 2020 kl: 11:00
Torfærusvæði KK (Ingólfsfell)
Lýsing:
Torfæra
Íslandsmeistaramót - 4. umferð
Skráning hefst: 24. ágúst 2020 kl: 11:00
Skráningu lýkur: 30. september 2020 kl: 23:00
Götubílar - Street Legal
Sérútbúnir - Unlimited
Sérútbúnir götubílar - Modified
Upplýsingatafla keppninnar er rafræn og aðgengileg á vefnum á slóðinni https://nn.is/Aa4r9 Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til þeirra þar til keppni lýkur. |
SÉRREGLUR 4. umferðar Íslandsmóts í torfæru 2020
GREIN 1 KEPPNIN
1.1 Keppnin heitir KFC torfæran - 4. umferð Íslandsmóts í torfæru 2020.
1.2 Keppnin er haldin samkvæmt Reglubók FIA ásamt viðaukum hennar, keppnisgreinarreglum AKÍS fyrir torfæru og þessum sérreglum.
1.3 Keppnin fer fram á torfærusvæði Kvartmíluklúbbsins í Kapelluhrauni þann 3. október 2020.
1.4 Keppninni verður ekki frestað nema til komi Force Majeure aðstæður.
1.5 Keppnin verður felld niður berist ekki að minnsta kosti 5 skráningar.
1.5.1 Ekki er keppt í tilteknum keppnisflokki nema að lágmarki 3 skráningar berist fyrir hann.
GREIN 2 KEPPNISHALDARI
2.1 Keppnishaldari er Kvartmíluklúbburinn (KK), til heimilis að Pósthólfi 16, 222 Hafnarfirði.
GREIN 3 FRAMKVÆMDANEFND
3.1 Framkvæmdanefnd skipa Baldvin Hansson, Ingólfur Arnarson, Baldur Gislason, Ingimundur Helgason.
3.2 Framkvæmdanefnd hefur aðsetur í félagshúsnæði Kvartmíluklúbbsins í Hafnarfirði.
GREIN 4 KEPPNISSVÆÐIÐ
GREIN 4.1 ÞRAUTIR
4.1.1 Þrautirnar liggja um lokað aksturssvæði sem hæfir þeim flokkum sem keppt verður í og þeim ökutækjum sem heimil er þátttaka í keppninni.
4.1.1.a Ekki er um gerðarvottað keppnissvæði að ræða.
4.1.2 Þrautirnar eru 6, samtals um það bil 70-800 metra langar en þó getur það verið breytilegt á milli flokka og ráðist af aðstæðum.
4.1.3 Pitthliðið verður staðsett við pitt, þar sem að mætingarfresti lýkur (60 sek við ráshlið).
GREIN 4.2 PITTURINN
4.2.1 Pittsvæði verður lokað öðrum en starfsmönnum keppninnar, ökumönnum og aðstoðarmönnum þeirra.
4.2.2 Pittsvæði verður mögulega skipt upp af sóttvarnarástæðum en nánari útfærsla slíkrar skiptingar verður tilkynnt á upplýsingatöflu keppninnar ef til kemur.
GREIN 4.3 PARC FERMÉ
4.3.1 Pittsvæði er Parc Fermé svæði að loknum akstri síðustu þrautar.
4.3.2 Ökumönnum og aðstoðarmönnum er frjálst að vera í kringum keppnistæki sín í Parc Fermé.
4.3.3 Heimilt er að gera við og þjónusta ökutæki í Parc Fermé.
4.3.4 Ökutæki sem ræsir í síðustu þraut skal keyra beint í Parc Fermé eftir að hafa lokið akstri.
4.3.4.a Sé tækið ekki í ökuhæfu ástandi verður það flutt í Parc Fermé af keppnishaldara.
4.3.5 Ökutæki skulu vera í Parc Fermé í að minnsta kosti 30 mínútur eftir birtingu bráðabirgðaúrslita keppninnar og þar til dómnefnd ákveður að þau megi yfirgefa svæðið.
GREIN 5 FLOKKUN OG ÚTBÚNAÐUR ÖKUTÆKJA
5.1 KEPPNISFLOKKAR
5.1.1 Keppt verður í eftirtöldum flokkum ökutækja sem hæfa þeim þrautum sem eknar verða:
5.1.1.a Götubílaflokkur
5.1.1.b Flokkur sérútbúinna
5.1.1.c Flokkur sérútbúinna götubíla
5.1.2 Ökutæki sem standast öll skilyrði þess flokks sem þau eru skráð í eru gjaldgeng í keppninni.
GREIN 6 SKRÁNING
6.1 Engin takmörk eru sett á fjölda ökutækja sem geta skráð sig til keppni.
6.1.1 Heimilt er að skrá 2 ökumenn á sama ökutæki í keppnina.
6.2 Skráning fer fram í gegnum rafrænt skráningarform á vef AKÍS.
6.3 Skráning hefst þegar opnað hefur verið fyrir skráningar á vefnum www.akis.is.
6.4 Almennri skráningu lýkur þann 30. september 2020 klukkan 23:00.
6.5 Skráningar handhafa erlendra keppnisskírteina eru samþykktar í þessari keppni.
6.6 Skráningargjald er kr. 10.000.
6.7 Skráning og greiðsla keppnisgjalds felur í sér:
6.7.1 þátttökurétt í keppninni;
6.7.2 keppnisskírteini keppanda og ökumanns útgefið af AKÍS, ef við á.
GREIN 7 TRYGGINGAR
7.1 Öll ökutæki sem þátt taka í keppninni skulu hafa gilda frjálsa ábyrgðartryggingu.
7.2 Ökumenn slysatryggja sig á eigin vegum og forsendum eftir því sem þeim sjálfum þykir ástæða til.
GREIN 8 KEPPNIS- OG ÖKUSKÍRTEINI
8.1 Ökumenn skulu hafa gild ökuréttindi í að minnsta kosti flokki B samkvæmt reglugerð Samgöngustofu um ökuskírteini nr. 830/2011.
8.1.1 Hafi ökumaður ekki náð bílprófsaldri er heimilt að veita undanþágu frá þessu ákvæði eins og landslög og reglur leyfa.
8.2 Ökumenn skulu framvísa gildu ökuskírteini í samræmi við grein 8.1 við mætingu á keppnisstað.
8.3 Keppendur og ökumenn skulu kynna sér reglur Reglubókar FIA varðandi nauðsynleg keppnisskírteini til þátttöku í akstursíþróttakeppni sem þessari.
8.3.1 Gildri skráningu fylgir rafræn útgáfa viðeigandi keppnisskírteina keppanda og ökumanns frá AKÍS og þurfa þeir því ekki að framvísa þessum keppnisskírteinum sérstaklega.
GREIN 9 MERKINGAR ÖKUTÆKJA
9.1 Ökutæki sem ekki hafa keppnisnúmer fá því úthlutað hjá keppnisráði í torfæru.
9.2 Um auglýsingar á ökutækjum gilda reglur AKÍS og reglur og lög landsins.
9.3 Keppandi skal halda lausu plássi á báðum hliðum ökutækis síns fyrir auglýsingu á vegum keppnishaldara sem er að minsta kosti jafn stórt og keppnisnúmer.
9.3.1 Keppnishaldara er heimilt að sleppa keppanda við að merkja ökutæki með auglýsingu hans gegn greiðslu gjalds að upphæð kr. 20.000 fyrir hvert ökutæki.
GREIN 10 RÆSING
GREIN 10.1 ALMENNT
10.1.1 Öll ökutæki skráð til keppni fá að ræsa.
GREIN 10.2 TÍMASETNINGAR OG HÖGUN
10.2.1 Ræsing fer fram á eftirfarandi tímum og með tilgreindri högun:
10.2.1.a Fyrsta þraut klukkan 11:00. Ræst úr kyrrstöðu.
GREIN 10.3 RÖÐ OG AFSTAÐA ÖKUTÆKJA VIÐ RÆSINGU
10.3.1 Ökutæki keyra eftir þeirri rásröð sem dregið er í af keppnishaldara og birt verður á upplýsingatöflu keppninnar.
10.3.2 Röð ökutækja ræðst af grein 4.1. um rásröð í torfærureglum.
10.3.2.a Flokkar eru keyrðir til enda í þessarri röð: Götubílar, sérútbúnir bílar, sérútbúnir götubílar.
10.3.3 Vél ökutækja skal í öllum tilfellum vera í gangi við ræsingu.
GREIN 11 SKYLDUR KEPPENDA OG ÖKUMANNA
11.1 Keppendur og allir ökumenn skulu mæta á keppendafund á þeim tíma og stað sem auglýstur er í dagskrá eða á upplýsingatöflu, og sitja hann allan.
11.1.1 Sé keppandi og/eða ökumaður ekki á fundinum getur keppnisstjóri vísað viðkomandi úr keppni.
11.2 Upplýsingatafla keppninnar er rafræn og aðgengileg á vefnum á slóðinni https://nn.is/Aa4r9
11.2.1 Þar birtast allar tilkynningar til keppenda og ökumanna, ákvarðanir dómnefndar og annað sem skylt er, eða þarft, að miðla til þeirra þar til keppni lýkur.
11.3 Keppendur eru minntir á rétt sinn til að leggja fram kærur samkvæmt Reglubók FIA, grein 13.
11.4 Keppendum og ökumönnum er sérstaklega bent á að þekkja og virða:
11.4.1 Siðareglur AKÍS fyrir samfélagsmiðla;
11.4.2 Reglur AKÍS um dróna.
GREIN 12 ÚRSLIT
12.1 Úrslit ákvarðast samkvæmt keppnisgreinarreglum AKÍS um torfæru.
12.2 Engin forgjöf er veitt keppendum í þessari keppni.
12.3 Bráðabirgðaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar um leið og stiga- og tímavörður hefur tekið þau saman.
12.4 Lokaúrslit eru birt á upplýsingatöflu keppninnar af dómnefnd.
GREIN 13 VERÐLAUN
13.1 Verðlaun verða veitt, í öllum flokkum, fyrir 1., 2. og 3. sæti í lokaúrslitum.
GREIN 14 EMBÆTTISMENN OG STARFSMENN
GREIN 14.1 DÓMNEFND
14.1.1 Dómnefnd skipa Tryggvi Þórðarson, formaður, Indriði Þorkelsson og Ragnar Róbertsson.
GREIN 14.2 HELSTU STARFSMENN
14.2.1 Keppnisstjóri er Baldvin Hansson.
14.2.2 Skoðunarmaður er Kjartan Viðarsson.
14.2.3 Öryggisfulltrúi er Baldur Gíslason.
14.2.4 Nöfn staðreyndadómara verða birt á upplýsingatöflu keppninnar fyrir fyrstu ræsingu.
14.2.4 Sjúkrafulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni þar sem sjúkra-/björgunarbifreið verður á keppnisstað mönnuð sérhæfðu viðbragðsteymi.
14.2.5 Umhverfisfulltrúi er ekki skipaður sérstaklega fyrir þessa keppni. Allir starfsmenn keppninnar hjálpast að við að sinna hlutverki hans.
GREIN 14.3 HLUTVERK ÖRYGGISFULLTRÚA
14.3.1 Öryggisfulltrúi ber ábyrgð á að framkvæmd keppni stefni ekki áhorfendum, starfsmönnum, keppendum eða tengdum aðilum í hættu.
14.3.2 Öryggisfulltrúi hefur heimild til að stöðva keppni eða einstaka keppendur eða ökumenn, telji hann þörf á því.
14.3.3 Verði slys á fólki ber öryggisfulltrúa að gera skýrslu um atvikið, lýsa aðstæðum og meta mögulegar orsakir.
14.3.4 Öryggisfulltrúa er heimilt að taka ökutæki sem aðild eiga að slysi til frekari skoðunar áður en keppandi fær aðgang að því aftur.
14.3.4.a Slík skoðun má fara fram eftir að keppni lýkur.
GREIN 14.4 HLUTVERK UMHVERFISFULLTRÚA
14.4.1 Hlutverk umhverfisfulltrúa er að tryggja eftir fremsta megni að umgengni á keppnissvæðinu sé til fyrirmyndar og í samræmi við gildandi lög og reglur.
Skipuleggjandi: KK
Keppnisgjald: 9000 kr.-
Keppnisskírteini fyrir ungliða: 500 kr.-
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Haukur Birgisson | STIMPILL | 20 |
2 | Steingrímur Bjarnason | TKS | 17 |
3 | Óskar Jónsson | AÍNH | 15 |
4 | Ágúst Halldórsson | KK | 12 |
Sæti | Nafn | Félag | Stig |
---|---|---|---|
1 | Skúli Kristjánsson | AÍNH | 20 |
2 | Ingólfur Guðvarðarson | TKS | 17 |
3 | Ingvar Jóhannesson | TKS | 15 |
4 | Ásmundur Ingjaldsson | START | 12 |
5 | Haukur Viðar Einarsson | KK | 10 |
6 | Jóhann Gunnlaugsson | AÍFS | 8 |
7 | Daníel G. Ingimundarson | TKS | 6 |
8 |
Haukur Þorvaldsson
Aðst: Hafsteinn Þorvaldsson |
TKS TKS |
4 |
9 |
Páll Jónsson
Aðst: Óskar Björnsson |
AÍNH AÍNH |
2 |
10 | Jón Gísli Benónýsson | TKS | 1 |
11 |
Ingi Þór Arnarsson
Aðst: Aron Ingi Svansson |
TKS BA |
0 |
12 | Sigurður Ingi Sigurðsson | AÍNH | 0 |
13 | Árni Kópsson | AÍNH | 0 |