Frá: Dómnefnd - Til: Keppenda

#106 - 16. júní 2021 kl: 10:42
Einar Gunnlaugsson

Dómnefnd Bíladaga Götuspyrnu, sem fram fer þann 19.06.21, samþykkir að sett sé sérregla í flokki 8 cyl standard til að setja enn skýrari viðmið við hvað telst leyfileg mýkt hjólbarða.

Þar er þess getið í reglu 6.2.4.6 að soft compund dekk, bæði radial og diagonal, séu bönnuð og skal styðjast við slitþolsstaðal sem nefnist "treadwear".

Sá staðall skal notaður til að skera úr um hversu mjúk dekkin mega vera. Treadwear 140 eða yfir telst lögleg í flokknum en ekki undir því. Sé slíka merkingu ekki að finna á hjólbörðum á drifás teljast þeir ekki löglegir.

F.H Dómnefndar

Einar Gunnlaugsson

Formaður Dómnefndar