Nafir II Mun leyfa gesta aðstoðarökumann.
Á keppendafundi þurfa keppendur að skrá niður nafn og kennitölu á gestinum sínum.
Vekjum athygli á því að í reglum stendur :
3.2.3.a.i Gesta aðstoðarökumaður skal lúta öllum sömu reglum um öryggisbúnað og framkomu eins og aðrir í áhöfn ökutækis.
Fyrirkomulag :
Keppendur aka Nafir I , eftir að þeim er lokið má gesta-aðstoðarökumaðurinn taka við aðstoðarökumanns sætinu á svæðinu við ráslínu. Keppendur þurfa að muna eftir því að kvitta fremst í tímabókina þar sem keppnisstjóri tekur fremmri hlutann af henni og lætur ykkur hafa bara blaðsíðuna fyrir Nafir II.
Keppendur hafa lokið keppni þegar þeir hafa komið sér í endamark hjá Skagfirðingabúð.
Tíminn á Nöfum II gildir.