Dómnefnd barst ábending um mögulega refsiverða háttsemi áhafnar á keppnistæki nr. 5, að áhöfnin hafi ekki mætt til keppnisskoðunar. Dómnefnd tók málið fyrir og komst að niðurstöðu: Keppnishaldari auglýsir skv dagskrá 2 keppnisskoðanir, hvergi í sérreglum keppninnar eða í keppnisgreinarreglum er ritað að skylda sé að mæta til fyrri keppnisskoðunarinnar. Að auki er ekki tekið fram í sérreglum keppninnar að skylda sé að tilkynna í hvora keppnisskoðunina áhöfn ætli að mæta.
Því hefur dómnefnd úrskurðað að ekki sé um brot á reglum að ræða í þessu tilfelli áhafnar á keppnistæki nr.5.
Fh. Dómnefndar
Kristinn Snær Sigurjónsson, formaður dómnefndar.