Keppnisstjóri vill vekja athygli á villu sem varð í sérreglum varðandi dómnefnd.
Í dómnefnd sitja Sigfús Þór Sigurðsson Formaður, Hanna Rún Ragnarsdóttir og Aðalsteinn Símonarson
Við viljum minna keppendur á starfsmannakvöð.
Starfsmannafundur verður haldinn fimmtudaginn 3.Júní kl 20:00 Starfmönnunum ykkar ber skylda að mæta á þann fund, ef starfsmaður kemst með engu móti á fundinn skal hafa samband við Starfsmannastjóra á Maggiragg44@gmail.com
Þegar keppendur mæta í skoðun skulu þeir skrá sig inn hjá keppnisstjóra við inngang, ökutæki þarf að vera komið á staðin þegar keppandi skráir sig inn.
Keppendur skulu mæta í keppnisskoðun í göllunum sínum. Ahöfn skal leggja allan öryggisbúnað á borð þar sem hann verður skoðaður.
Við ætlum að minna á að aðeins áhöfn og einn til viðbótar eru leyfðir inni á meðan skoðun fer fram.
Leiðarbók verður afhent í skoðun.
Leiðarskoðun hefst þegar skoðun lýkur.
Upphaf og endir Djúpavatns er merkt.
Frá Hafnarfirði, Rautt í hægri kannt við upphaf og endi.
Frá Grindavík, Grænt í hægri kannt við upphaf og endi.
Djúpavatn er ekið frá Hafnarfirði, 1 skipti
Djúpavatn er ekið frá Grindavík, 2 skipti
Patterson er ekið í eina átt, 3 skipti
Stapafell er ekið 1 sinni í hvora átt
Nikkel er ekið í eina átt, 1 skipti
Höfnin er ekin í eina átt, 2 skipti